Brjálað að gera í lífinu, skilurru

júlí 23, 2007

já, það er svo brjálað að gera í hinu daglega lífi að þetta blogg fær öngva athygli. Ég er komin á Bifröst og byrjuð á sumarönninni, svo erum við hjónin í fasteignakaupa-hugleiðingum og það verður að viðurkennast að námið fellur ögn í skuggann af mögulegu framtíðarheimili. Hinn væntanlegi skyldubundni lögerfingi (VSL) dafnar vel og er að reyna sitt besta til að dvalarstaður hennar (ég) komi nú til með að verða fyrir eins miklum skakkaföllum og mögulegt er, athuga hvort hún nái t.d. ekki að slíta vömbina að utan og vinni þannig bróður sinn í þeirri keppninni – síðan er VSL mjög umhugað um að prófa að láta 28 ára gamla konuna pissa í buxurnar, ekki við mikinn fögnuð þar á bæ – líkt og skiljanlegt er… Þannig að, ég held að þetta verði lifandi eftirmynd mín; algjört kvikindi!

12 svör til “Brjálað að gera í lífinu, skilurru”

  1. Hmmm…. Jónína Ingibjörg kvikindi… ? Nei það passar ekki!

  2. Sóley said

    Legg til að þú sendir barnið á hlýðninámskeið hið fyrsta. Lúkas sagði mér að það væri æði, mikið um boltaleiki og svona.

  3. annai said

    þú meinar Ísak!

  4. Kollý said

    slíta bumbuna og pissa í buxurnar. Anna, þú myndir aldrei láta svona við nokkurn mann.
    þetta jaðrar við að vera kvörtunarhæft hjá féló nú þegar !

  5. annai said

    nei, þetta er satt hjá þér kollý – auðvita er hún að læra þetta hjá henni jónínu!

  6. Sonja said

    heyrðu hvar er verið að spá í fasteignakaup, á höfuðborgarsvæðinu eða í sveitinni? Ef barnið er búið að læra að það má ekki nota rifbeinin á mömmu sinni til gítarspils þá tel ég þetta vera nokkuð stillt barn. Svo eru slitnar vambir í tísku!

  7. MajBritt said

    Ég prófaði immit að pissa í mig um daginn, ekki skemmtilegt…

  8. annai said

    er að spá í fasteignakaup á mölinni, er mjög glöð að heyra að slitnar vambir séu í tísku. En þetta með að pissa í sig þá hefur VSL ekki enn tekist það ætlunarverk sitt en ég bíð spennt…

  9. Gudny said

    vá….. það er s.s. algjör sæla að vera ólétt ?…..hum….kannski að maður ætti að fresta þessu bara um „óákveðinn“ tíma.

  10. annai said

    haha, ég veit það nú ekki því ég held að það sé betra að gera þetta þegar maður er ungur, ég fann til dæmis ekkert fyrir meðgöngunni þegar ég gekk með hinn skyldubundna erfingjann fyrir 5 árum (23 ára sem sagt) – held þetta verði erfiðara með aldrinum, enga frestunaráráttu, skelltu þér bara strax í þetta!

  11. Gudny said

    hum…. ,,já en finnst þér ekki að Sóley ætti að fara flýta sér…. ég er að spá í að fara með mömmu hennar og frænku í klappliðið sem berst fyrir því að hún fari nú að fjölga sér þessi elska !
    Í SÆÐISBANKANN með hana í Svíþjóð…:D

  12. annai said

    Svíþjóð?? Íslenskt já takk – risaeðlusæðið er fullgott fyrir hana!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: