jólakonfekt og jólakort

desember 21, 2007

sú var tíðin að ég lét eingöngu útvalda konfektmola inn fyrir mínar varir, aðrir voru bara vondir. Nú er það svo að mér finnast allir molar góðir! Er þetta merki um það að ég sé að þroskast? eða er þetta bara eintóm græðgi?
Gleðileg jól allir saman, þetta er jólakortið frá mér í ár en ég lofa að senda ykkur kort á næsta ári, kannski.

10 svör to “jólakonfekt og jólakort”

  1. Birna Kristín said

    Hæ mússí.
    Já allt súkkulaði er gott, þetta er merki um græðgi held ég.
    Gleðileg jól.
    kv. Birna

  2. Kollý said

    Þetta er ekki græðgi heldur þroskamerki -ég veit ekki alveg afhverju, en það bara er það.
    Gleðileg jól kæra vinkona og ég hlakka til að sjá þig á nýjum slóðum á nýju ári.
    Kollý

  3. Gleðileg jól, elsku Anna mín og family … kortið ykkar ætti að vera á leiðinni norður (ef það er nú ekki þegar komið) ..og já, takk fyrir þetta fagra kort 😉 Hlakka mikið til að fá ykkur hingað í Kópavoginn … knús og góðar jólakveðjur *** Halla (og co.)

  4. Guðný Ösp said

    sko… ég get sagt þér að ég t.d. var aldrei vön að borða ólívur, hvorki svartar né grænar. En núna hinsvegar finnst mér þær mjög góðar í sallöd og á pissu og sonna.
    Hvað konfektið varðar þá held ég að þetta sé bara græðgi, ég hef t.d. aldrei komist upp á bragðið með þessa marsipan mola, finnst þeir djöss ullapjakk vægt orðað.
    +en ég skil samt hvaðan þú hefur þetta, þú ert nottla úr sveit og þar má maður aldrei leifa mat.

  5. Maja pæja said

    hó hó, gleðileg jólin og allt það. Hvenær fáiði afhent? var það fyrir jól? allaveganna bíð ég eftir því að vera boðið í innflutnings ML-boð….. vantar líka að sjá barnið í bumbunniviðhliðiná með berum augum!

  6. Sóley said

    Ég óska þér græðgislegra jóla og sjáumst hressar á nýju ári.

  7. Mattý said

    Gleðileg jól Anna. Sama sagan hjá mér, færð kort frá mér á næsta ári, kannski, ef ég nenni að senda.
    Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið í bæinn 🙂

  8. Þorbjörg "outsider" said

    Gleðilega hátíð Anna mín
    Ég hef ekki sent jólakort frá því að ég byrjaði í skólanum á Bifröst haustið 2002.
    Ég er sérvitur á molana, ég versna með aldrinum hvað það varðar, skv. því hlýtur þetta að vera græðgi í þér.
    Kær kveðja til þinna

  9. Hilda said

    Gleðileg Jól Anna og Tóti… langaði bara að vita hvort þið séuð komin í bæinn…

    Með konfektið… Bragðlaukarnir breytast með aldrinum svo ég held að þetta sé þroskamerki (hvort sem maður verður gikkur á þá eða borði fleiri tegundir)…. En ef þú „dettur“ síðan ofan í konfektskálina gæti þetta verið bæði græðgi og þroskamerki 🙂

  10. Brynja said

    Gleðilegt nýtt ár og allt það. Vonandi er íbúðin æði. Var að sjá tryllingslegar myndir af þér frá einhverju áramótageimi árið 2000…. virkilega flott 😉 heimildarmaður minn er Kristjana í þessu tilfelli. Mér leið eins og ég væri bara að djamma með þér!

    Hvað varðar konfektið.. þá held ég að maður verði hreinlega „víðsýnni“ með árunum… og má heimfæra það orð upp á ýmislegt…

Færðu inn athugasemd